Quantcast
Channel: nintendo – Nörd Norðursins
Viewing all 75 articles
Browse latest View live

Wii U kemur í verslanir 30. nóvember

$
0
0

Samkvæmt upplýsingum sem Nörd Norðursins fékk hjá umboðsaðila Nintendo á Íslandi, Bræðrunum Ormsson, mun leikjatölvan vera fáanleg hér á landi líkt og annarsstaðar í Evrópu föstudaginn 30. nóvember.

Wii U verður fáanleg í öllum verslunum Bræðrana Ormsson, BT og Elko. Bræðurnir Ormsson eru jafnframt byrjaðir að hita upp fyrir nýju leikjatölvuna með því að bjóða upp á Wii U forsölu og um leið gera tölvuna að forsíðuefni á heimasíðu fyrirtæksins – sjá hér.

Tveir pakkar verða í boði; Basic pakkinn og Premium pakkinn. En hvað mun nýja leikjavélin kosta, og hvað innihalda þessir pakkar?

 

Wii U Basic pakkinn:

  • Hvít Wii U leikjatölva
  • 8 gb. geymslupláss
  • Hvít Wii U stjórnborð (fjarstýring)
  • Hvítur penni fyrir Wii U stjórnborð
  • HDMI snúra
  • Spennubreytir fyrir Wii U leikjatölvuna
  • Spennubreytir fyrir Wii U stjórnborð
  • Verð: u.þ.b. 67.000 kr.

 

Wii U Premium pakkinn:

  • Svört Wii U leikjatölva
  • 32 gb. geymslupláss
  • Svört Wii U stjórnborð (fjarstýring)
  • Svartur penni fyrir Wii U stjórnborð
  • Hleðslustandur fyrir Wii U stjórnborð
  • Standur fyrir Wii U stjórnborð
  • Standur fyrir Wii U leikjatölvuna
  • Eintak af Nintendo Land
  • Nintendo Network Premium áskrift
  • Wii skynjari (Sensor Bar)
  • HDMI snúra
  • Spennubreytir fyrir Wii U leikjatölvuna
  • Spennubreytir fyrir Wii U stjórnborð
  • Verð: u.þ.b. 78.000 kr.


 

Stikla úr Nintendo Land

 

Meðal þeirra leikja sem verða fáanlegir frá útgáfudegi eru; 007 Legends, Batman: Arkham City – Armored Edition, Call of Duty: Black Ops II, FIFA 13, Mass Effect 3: Special Edition, New Super Mario Bros. U, ZombiU o.fl.

Wii U kom í verslanir í Bandaríkjunum 16. september og hefur fengið blendna dóma. Á meðan sumum þykir leikjatölvan óþarflega flókin og óspennandi segja aðrir að um sé að ræða bestu leikjatölvu frá Nintendo síðan GameCube kom út fyrir 11 árum síðan.

 

Ætlar þú að fá þér Wii U?

 

Tengt efni:

– Satoru Iwata opnar Wii U Premium pakkann
– E3 2012: New Super Mario Bros. U, Pikmin 3 og LEGO City: Undercover [SÝNISHORN]
– E3 2012: Resident Evil 6 og ZombiU [SÝNISHORN]
– E3 2011: Nintendo

BÞJ


Saga leiks: Super Mario Bros. 2

$
0
0

Allir tölvuleikjaunnendur ættu að þekkja Super Mario leikina. Fyrsti leikurinn með bræðrunum Mario og Luigi, Mario Bros., kom út árið 1983, og því kemur þessi víðfræga tölvuleikjasería til með að fagna 30 ára afmæli sínu í júní á næsta ári. Mario Bros. náði þó aldrei miklum vinsældum. Það var ekki fyrr en Super Mario Bros. kom út í september árið 1985 sem serían tók á flug, en sá leikur er mest seldi Mario leikurinn, og í þokkabót einn af mest seldu tölvuleikjum allra tíma, með rúmlega 40 milljón eintök seld á heimsvísu.

Super Mario Bros. var vinsælasti tölvuleikur síns tíma. Leikurinn má að miklu leyti þakka vinsældir sínar þeirri staðreynd að hann fylgdi með NES tölvunni þegar hún kom á bandaríska markaðinn, og því var Super Mario Bros. í flestum tilvikum fyrsti Nintendo leikurinn sem vestrænir neytendur spiluðu. Fyrir utan það var leikurinn sjálfur virkilega góður. Gagnrýnendur lofuðu leikinn fyrir góða stjórnun, frumlega borðaskipun, litríkt útlit og umfram allt var leikurinn í alla aðra staði vel hannaður. Því kom það mörgum á óvart vestan hafs, að með eins vinsælan leik og Super Mario Bros., hafi ekki komið út framhald fyrir leikinn fyrr en þremur árum síðar, þegar Super Mario Bros. 2 kom út í Bandaríkjunum í september 1988. Sat Nintendo virkilega auðum höndum í þrjú ár án þess að freistast til að henda út framhaldi fyrr? Stutta svarið er nei. Langa svarið er aðeins flóknara.

Super Mario Bros. 2 kom út í Japan 3. maí 1986, aðeins átta mánuðum á eftir fyrirrennari sínum. Af hverju beið þá bandaríski armur Nintendo í rúm tvö ár með að gefa leikinn út fyrir vestrænan markað? Málið er að japanski Super Mario Bros. 2, og vestræni Super Mario Bros. 2, eru ekki sami leikurinn. Japanski Super Mario Bros. 2 kom út fyrir Famicom Disk System viðbótina og er alls ekki ósvipaður fyrri leiknum, en hann notast í raun við sömu leikjavél. Leikurinn var gífurlega vinsæll í Japan og seldist í 2.5 milljón eintökum, og er þar með mest seldi Disk System leikurinn. Leikurinn bauð ekki upp á tvíspilun líkt og fyrri leikurinn, heldur gat aðeins einn spilari spilað, en hann gat valið á milli Mario og Luigi sem höfðu örlítið breytta spilunareiginleika frá fyrri leiknum. Leikurinn var einnig gerður erfiðari. Óvinirnir voru til að mynda mun ágengari og sveppirnir sem höfðu framan af verið tengdir við aukalíf voru stundum eitraðir og drápu spilarann. Leikurinn var í raun það erfiður að Nintendo í Bandaríkjunum þorðu ekki að gefa hann út, þar sem hinn vestræni heimur hafði ekki eins mikinn áhuga og Japanir á háu erfiðleikastigi tölvuleikja. Bandaríski markaðurinn þurfti engu að síður að fá framhald af vinsælasta leik allra tíma, og því var ákveðið að búa til annan leik fyrir þann markað.

Þar með hefst saga Super Mario Bros. 2 sem við öll þekkjum og spiluðum á gömlu gráu Nintendo brauðristunum okkar. Nintendo í Japan voru þegar byrjaðir að hanna Super Mario Bros. 3, og því vildu þeir ekki beina of mikið af sínum kröftum í að búa til glænýjan Super Mario Bros. 2 leik. Þá var gripið til þess ráðs að taka leik sem hafði ekki komið út í Bandaríkjunum, en var þegar tilbúinn og útgefinn í Japan, og breyta honum í bandaríska Super Mario Bros. 2. Leikurinn sem varð fyrir valinu var Yume Kōjō: Doki Doki Panic (Lauslega þýtt; Draumaverksmiðjan: Hjartþrungin óráðstía).

Yume Kōjō: Doki Doki Panic fjallar í stuttu máli um fjögurra manna arabíska fjölskyldu sem ferðast yfir í hliðstæðan heim til að bjarga börnum í neyð. Frumgerðin af leiknum var hugsuð sem samspilunarleikur, þar sem spilararnir gætu hent hvor öðrum um til að leysa þrautir og komast í gegnum borð. Þessi hugmynd þótti of háfleyg árið 1987, og því sat frumgerðin lengi ónotuð í gagnabönkum Nintendo þangað til Yume Kōjō: Doki Doki Panic var gerður út frá auglýsingasamstarfsverkefni milli Nintendo og japönsku Fuji sjónvarpsstöðvarinnar, en persónurnar í leiknum er byggðar á lukkudýrum Fuji. Leikurinn var gefinn út fyrir Famicom Disk System viðbótina, og hafði þar af leiðandi ekki verið gefinn út í Bandaríkjunum. Leikurinn þótti því tilvalinn til þess að breyta í Mario leik. Arabísku fjölskyldunni var skipt út fyrir Mario, Luigi, Toad og Peach prinsessu, en að öðru leyti var nánast engu breytt. Leikheimurinn þótti þegar frekar Mariolegur og tónlistin í leiknum var hönnuð af sama tónlistarmanni og hafði séð um fyrri Marioleiki. Eftir að sögusenum hafði verið bætt við og aðrar örsmáar pixlabreytingar gerðar, var leikurinn talinn tilbúinn fyrir útgáfu á bandarískan markað.

Super Mario Bros. 2 kom loks út í Bandaríkjunum þann 1. september árið 1988. Til gamans má geta að aðeins mánuði seinna kom Super Mario Bros. 3 út í Japan. Leikurinn seldist í 10 milljón eintökum og var þá þriðji mest seldi NES leikur síns tíma. Leikurinn fékk þar fyrir utan ágætis dóma, þrátt fyrir að vera gerólíkur fyrirrennara sínum. Sumir kvörtuðu þó undan því að þeim fyndist þeir ekki vera að spila Marioleik heldur eitthvað allt annað, en þessir sömu einstaklingar áttuðu sig ekki á því fyrr en mörgum árum seinna að þeir höfðu að vissu leyti haft rétt fyrir sér. Super Mario Bros. 2 er í rauninni Marioleikurinn sem átti aldrei að verða til, en varð engu að síður einn af mest mótandi leikjunum í Marioseríunni. Í leiknum kom margt fram sem átti eftir að loða við leikjaseríuna framan af. Til að mynda gátu persónur fyrst haldið á hlutum í þessum leik. Einnig kom í ljós að Luigi var hærri en Mario og fjölmargir af nýju óvinunum áttu eftir að sjást í komandi leikjum.

Bæði japanska og bandaríska útgáfan af Super Mario Bros. 2 voru að lokum gefnar út í þeim löndum sem þær áttu áður helst ekki að sjást í. Bandaríska útgáfan var fyrri til og var gefin út í Japan sem Super Mario USA fyrir Famicom tölvuna árið 1992. Japanska útgáfan sem hafði áður þótt of erfið fyrir bandarískan markað, kom út fyrir Super Nintendo tölvuna árið 1993 í leikjasafninu Super Mario Allstars, en þar hét leikurinn Super Mario Bros: The Lost Levels til að koma í veg fyrir allan rugling meðal bandarískra spilara.

Engu að síður eru báðar útgáfurnar af Super Mario Bros. 2 (og Yume Kōjō: Doki Doki Panic fyrir sitt leyti) frábærir leikir. Ef þið hafið af einhverri ástæðu ekki enn fengið færi á spila þessa klassísku leiki, leitið þá þá uppi og takið smá syrpu á A og B tökkunum.

 

Höfundur er Kristinn Ólafur Smárason,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Föstudagssyrpan #36 [NES AUGLÝSINGAR]

$
0
0

Það er kominn föstudagur og tími fyrir Föstudagssyrpu vikunnar! Að þessu sinni ætlum við að skoða nokkrar skemmtilegar NES auglýsingar. Komið ykkur vel fyrir í tímavélinni okkar og undirbúið ykkur fyrir sannkallaða nostalgíu-bombu!

 

Auglýsing fyrir NES leikjatölvuna

 

Fáránlega krípí NES auglýsing

 

Auglýsing fyrir Legend of Zelda

 

Önnur auglýsing fyrir Legend of Zelda

 

Tetris auglýsing

 

Ninja Gaiden auglýsing

 

Auglýsing fyrir Punch Out

E3 2013: Væntanlegir leikir á Wii U [STIKLUR]

$
0
0

 Sýnt var úr eftirfarandi leikjum á kynningu Nintendo fyrir E3 2013.

 

Super Smash Bros.

 

Bayonetta 2

 

Mario Kart 8

 

Monolith Soft

 

Super Mario 3D World

 

The Wonderful 101

 

Nintendo sýndi úr fleiri klassískum Nintendo leikjaseríum og öðrum leikjum frá samstarfsaðilum. Hægt er að skoða allar stiklurnar á YouTube rás Nintendo.

-BÞJ

 

>> E3 2013 - Allt á einum stað <<

E3 2013: Væntanlegir leikir á 3DS [STIKLUR]

$
0
0

Sýnt var úr eftirfarandi leikjum á kynningu Nintendo fyrir E3 2013.

 

Pokémon X og Y

 

Yoshi’s New Island

 

Mario & Luigi: Dream Team

 

The Legend of Zelda: A Link Between Worlds

 

Shin Megami Tensei IV

Fleiri stiklur má finna á YouTube rás Nintendo.

-BÞJ
>> E3 2013 - Allt á einum stað <<

E3 2013: Viðbrögð Nörd Norðursins

$
0
0

E3 leikjasýningin var haldin í Los Angeles í Bandaríkjunum fyrr í vikunni og hefur Nörd Norðursins verið að fylgjast með því helsta. Nokkur af stærstu leikjafyrirtækjum heims, Microsoft, Sony, Nintendo, EA og Ubisoft, héldu kynningarfundi fyrir hátíðina þar sem væntanlegir leikir og leikjatölvur voru kynntar. Bjarki Þór, ritstjóri Nörd Norðursins, og Helgi Freyr, leikjanörd með meiru, höfðu þetta að segja um kynningarfundina fimm:

 

Microsoft

Xbox One fjarstyringBjarki:

Það kom mér á óvart hvað Kinect kom lítið við sögu, sérstaklega miðað við að græjan fylgir með hverri seldri Xbox One leikjavél. Verðið kom mér ekki á óvart – 439 pund í Bretlandi og þá líklega 100-120.000 kr. út í búð hér á Íslandi. Varðandi leikina fékk ég króníska gæsahúð þegar sýnt var út Dead Rising 3 sem kemur eingöngu á Xbox One! Aðrir leikir sem ég er frekar spenntur fyrir eru Metal Gear Solid 5, Ryse. Son of Rome og Quantum Break.

Helgi:

Miðað við þá hluti sem vitað var fyrir kynninguna þá voru eftirvæntingarnar ekki miklar. Það kom reyndar pínu á óvart að Xbox 360 fékk andlitslyftingu og að Microsoft ætlar að fara í samstarf við Twitch. Einnig voru Microsoft stigin látin detta í ruslið og hefðbundinn gjaldmiðill tekinn í staðinn. Allir leikirnir sem voru sýndir litu virkilega vel út og yfir höfuð þá var þetta fínasta kynning hjá Microsoft. Það hins vegar stóð ekkert sérstakt upp úr, skal alveg viðurkenna að verðmiðinn á vélinni er í hærri kantinum.

 

Tengt efni:

> E3 2013: Xbox One kemur í nóvember og mun kosta 429 pund <
> E3 2013: Væntanlegir leikir á Xbox 360 [STIKLUR] <
> E3 2013: Væntanlegir leikir á Xbox One [STIKLUR] – Fyrri hluti <
> E3 2013: Væntanlegir leikir á Xbox One [STIKLUR] – Seinni hluti <

 

 

Sony

Helgi:

PS4 fjarstyringSigurvegarar E3 2013, þvílík kynning hjá Sony! Sýndu helling af virkilega flottum leikjum, sýndu hvernig Ps4 lítur út og vélin er mjög flott. Ps4 verður opin fyrir indie leiki sem er mjög góð þróun fyrir vélina. Ps4 þarf ekki alltaf að vera tengd Internetinu og þegar leikur er keyptur þá átt þú eintakið og mátt lána það eins oft og þú vilt. Til að toppa kynninguna þá sýndu þeir Destiny í spilun og þvílíkt augnakonfekt sem þessi leikur er. Í lokin var verðið á vélinni svo kynnt, sem er 399$. Margir eiga síma sem kostar meira en Ps4. Það er óhætt að segja að Sony gerði allt rétt og hefur tekist að sannfæra þennan Xbox aðdáenda að fjárfesta í Ps4.

 

Bjarki:

Sony náði heldur betur að heilla hug og hjörtu leikjanördanna þegar þeir tilkynntu að PlayStation 4 leikjatölvan myndi ekki krefjast nettengingar og styðja notaða leiki, ólíkt Xbox One. Einnig var gaman að fá loksins að sjá tölvuna, en hún var ekki sýnd á PS4 kynningunni sem Sony hélt í febrúar. PS4 tölvan er álíka öflug en töluvert ódýrari en Xbox One og auk þess með minna af læsingum og höftum. Sony kom, sá ,og sigraði E3 þetta árið!

 

Tengt efni:

> E3 2013: PS4 mun kosta 349 pund og spila notaða leiki <
> E3 2013: Væntanlegir leikir á PS3 [STIKLUR] <
> E3 2013: Væntanlegir leikir á PS4 [STIKLUR] – Fyrri hluti <
> E3 2013: Væntanlegir leikir á PS4 [STIKLUR] – Seinni hluti <

 

Nintendo

PokemonBjarki:

Það er lítið um frumleika hjá Nintendo þetta misserið og mun fyrirtækið halda áfram að framleiða klassískar seríur á borð við Mario Party, Super Mario og Mario Kart. Ég er samt alltaf jafn hrifinn af Nintendo þar sem Sony og Microsoft eru á mjög svipuðum nótum hvað varðar tölvuleiki, en Nintendo á sinn eiginn heim af gulli og gersemum. Af hverju að breyta einhverju sem virkar vel? Mér fannst Super Mario 3D World líta ansi vel út og gaman að sjá Megaman bætast við lið Super Smash Bros.

 

Helgi:

Kynningin hjá Nintendo var frábær, því loksins ætla þeir að koma með leikina sem allir eru búnir að vera bíða eftir. Það eru að koma tveir nýjir Pokémon leikir, nýr Donkey Kong Country, Bayonetta 2 og svo var sýnt úr leiknum Super Mario 3D. Það er nokkuð ljóst að ef Nintendo hefði ekki sýnt stiklu úr nýja Legend of Zelda hefðu margir orðið fyrir miklum vonbrigðum og losað sig við Wii U vélina. Frábært að fá nýjan Mario Kart leik og svo auðvitað nýjann Super Smash Bros. Virkilega gaman að sjá alla þessa titla en afhverju komu þeir ekki á E3 í fyrra? En loksins er Nintendo að koma með þá leiki sem allir voru að bíða eftir.

 

Tengt efni:

> E3 2013: Væntanlegir leikir á Wii U [STIKLUR] <
> E3 2013: Væntanlegir leikir á 3DS [STIKLUR] <

 

 

ea

TitanfallHelgi:

Töluðu mikið um EA Ignite of Frostbite 3 vélarnar, sýndu lítið úr leikjunum sjálfum en þeir leikir sem sýnt var frá spilun litu ótrúlega vel út. Eins og vanalega eru EA alltaf duglegir að leggja meiri áherslu á að fá þekkta einstaklinga, íþróttamenn, til að mæta á kynninguna sem sýningardýr. Sem er gott og blessað en stundum kemur þetta út eins og mesti óþarfi. Reyndar tókst EA að koma öllum á óvart með því að tilkynna Mirror's Edge 2. Einnig virðist nýji leikurinn Titanfall ætla að koma sterkur inn, þar sem bæði EA og Microsoft töluðu mikið um þann leik. Yfirhöfuð var þetta allt í lagi kynning, en samt slakasta kynning dagsins.

 

Bjarki:

Á heildina litið var EA kynningin frekar þreytt, enda fór stór hluti hennar í að kynna leiki sem breytast lítið á milli ári og ber þar að nefna FIFA leikjaseríuna og aðra íþróttaleiki frá EA Sports sem reyna að vera raunverulegri og raunverulegri með hverri útgáfu. Það var ekki mikið sýnt úr Mirror's Edge 2 en það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. Einnig voru Titanfall og Battlefield 4 mjög flottir.

 

Tengt efni:

E3 2013: EA leikjapakki [STIKLUR] <

 

Ubisoft

Bjarki:

DivisionHressandi og skemmtileg kynning hjá Ubisoft. Þeir komu með einhverja dans- og tónlistarleiki inn á milli sem heilluðu mann lítið en á heildina litið eru þeir með marga spennandi leiki; The Division, Assassins Creed 4, South Park, Watch_Dogs, The Crew o.fl. Þar sem Watch_Dogs eru gamlar fréttir verð ég að segja að The Division heillaði mig mest af Ubisoft leikjunum. Ú! Svo styttist í nýjan Rayman leik en Ubisoft náði svo sannarlega að endurlífga Rayman með Rayman Origins árið 2011.

 

Helgi:

Virkilega góð kynning hjá Ubisoft þar sem byrjað var á að láta gítarleikara Alice in Chains sýna hvernig Rocksmith virkar. Allir leikirnir sem þeir sýndu voru virkilega flottir og náði þá leikurinn The Mighty Quest For Loot að heilla hvað mest. Einnig leit bílaleikurinn The Crew alveg fáranlega vel út. Nýtt myndbrot úr Watchdogs sem fær alla til að vilja leikinn meir og meir, Sigurrós í AC IV: Black Flag myndbandi og í lokin kynnti Ubisoft nýjan leik sem ber nafnið The Divison en sá leikur lítur ótrúlega vel út. Ubisoft er svo klárlega með‘etta!

 

Tengt efni:

> E3 2013: Ubisoft leikjapakki [STIKLUR] <

 

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

&

 

Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
nemi í fjölmiðlafræði.

 

>> E3 2013 - Allt á einum stað <<

 

Leikjatölvan sem breytti heiminum

$
0
0

Árið 2012 ákvað Andre frá Frakklandi að selja tölvuleikjasafnið sitt á uppboðsvefnum eBay. Þessi ákvörðun væri eflaust ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að hæsta boðið sem kom í leikjasafnið var 1,2 milljónir Bandaríkjadala, sem gera í kringum 144 milljónir íslenskra króna. Safnið var heldur ekkert venjulegt safn tölvuleikja. Það samanstóð af fágætum leikjum, meðal annars fyrir leikjatölvuna Nintendo Entertainment System, betur þekkta sem Nintendo NES. Allir leikirnir voru í upprunalegum pakkningum og óopnaðir; sem sagt gull í augum margra leikjanörda og -safnara.

Tölvuleikjasafnarinn Andre á japönsku hugviti mikið að þakka. Hefði japanska stórfyrirtækið Nintendo, sem hafði framleitt spilastokka í hartnær 100 ár, ekki sett á markað leikjatölvu á sínum tíma hefði sagan af Andre eflaust ekki ratað í heimspressuna mörgum árum síðar. Árið 1983 framleiddi Nintendo leikjatölvuna Family computer, sem er betur þekkt sem Famicom, og áhersla var lögð á að tölvan ætti að vera fyrir alla fjölskylduna. Þegar Famicom var markaðssett í Bandaríkjunum árið 1985 fékk hún síðan nafnið Nintendo NES og átti eftir að endurvekja áhuga fólks á leikjatölvum og þannig bjarga leikjaiðnaðinum, sem átti á þessum tíma erfitt uppdráttar.

Tölva verður til

Eins og svo margir aðrir tölvuleikjaframleiðendur á 9. áratugnum einbeitti Nintendo sér að gerð spilakassa og smærri lófatölva. Fyrirtækið á til dæmis heiðurinn af Donkey Kong, sem er einn vinsælasti tölvuleikur allra tíma. Árið 1983 varð hrun á leikjatölvu- og tölvuleikjamarkaðnum í Bandaríkjunum. Það átti ekki við um Japan en Japanir, sem oft hafa þótt framúrstefnulegir og tæknivæddir, voru miklir tölvuleikjaspilarar og því kemur ekki á óvart að vinsælasta leikjatölva allra tíma hafi komið þaðan.

famicom

Famicom frá Nintendo kom út í Japan. Henni var svo breytt fyrir Bandaríkjamarkað.

Stærsta nýbreytnin sem fylgdi Famicom var hönnun fjarstýringar. Í leikjaheiminum hafði stýripinninn verið allsráðandi en hann þótti ekki mjög meðfærilegur í höndum spilara. Einn fremsti verkfræðingur Nintendo, Gumpei Yokoi, sá við þessu og hannaði plús-takkann, sem var vinstra megin á fjarstýringunni og kom í stað stýripinna, en auk þess voru tveir takkar hægra megin á fjarstýringunni. Tölvan var enn fremur afar öflug með 8 bita örgjörva og grafíkin með því besta sem þekktist á þeim tíma.

Það gekk ekki snurðulaust fyrir sig að koma Famicom fyrst á markað í Japan. Galli í hönnun tölvuflögu vélarinnar leiddi til þess að forstjóri Nintendo, Hiroshi Yamauchi, ákvað að innkalla allar tölvurnar og skipta út gölluðu flögunum. Hann taldi að betra væri að eyða tíma og peningum í það en að skaða ímynd fyrirtækisins. Þessi ákvörðun hefur vafalaust margborgað sig því þrátt fyrir þessa hnökra í upphafi varð Famicom gríðarlega vinsæl í heimalandinu og eftir einungis tvo mánuði í sölu hafði yfir hálf milljón eintaka selst.

Nintendo NES slær í gegn

Eftir velgengni Famicom í Japan litu stjórnendur Nintendo til Bandaríkjanna og sáu þar hugsanlegan markað fyrir tölvuna. Gallinn var sá að Bandaríkjamenn virtust ekki hafa neinn áhuga á leikjatölvum eða tölvuleikjum lengur. Talið var að tölvuleikjaiðnaðurinn í Bandaríkjunum væri liðinn undir lok þar sem stórfyrirtæki í geiranum voru mörg hver á barmi gjaldþrots. Árið 1983 ætlaði Nintendo að hefja samstarf með leikjatölvuframleiðandanum Atari, sem hafði barist í bökkum fjárhagslega, en fyrirtækið átti að sjá um sölu á Nintendo NES í Bandaríkjunum. Þetta samstarf gekk þó ekki upp og ekkert varð af sölu á Nintendo NES fyrr en tveimur árum síðar þegar stjórnendur Nintendo ákváðu sjálfir að dreifa vélinni og sjá um markaðssetningu.

NES

Sagan af því hvernig Nintendo NES náði loks fótfestu í Bandaríkjunum er bæði löng og flókin frásögn af mönnum með stórar hugmyndir, klækjabrögð að vopni, gott markaðsvit og mikinn kjark. Í þessu samhengi er hægt að nefna tvö dæmi. Fyrra dæmið er tilkoma byssunnar sem kölluð var „The Zapper“ og fylgdi með tölvunni svo hægt væri að spila tölvuleikinn Duck Hunt. Byssan vakti áhuga Bandaríkjamanna á tölvunni enn frekar. Seinna dæmið er sú djarfa hugmynd að lofa heildsölum endurgreiðslu ef tölvan myndi ekki seljast. Þessi markaðshugmynd féll ekki í kramið hjá mörgum innan raða Nintendo en borgaði sig á endanum.

Góða sölu Nintendo-leikjatölvunar má líklega rekja til fjölbreytts úrvals leikja fyrir vélina. Þar ber sérstaklega að nefna Super Mario Bros. sem breytti því hvernig fólk hugsaði um tölvuleiki. Aðalsöguhetjan, Mario, var ekki föst í afmörkuðu rými eins og þekktist í mörgum öðrum tölvuleikjum á þessum tíma, t.d. í Donkey Kong, heldur gat ferðast um ævintýraheim fullan af földum fjársjóðum og sveppum og að sjálfsögðu var þar prinsessa sem þurfti að bjarga.

kristinnKristinn Ólafur Smárason sagnfræðingur er áhugamaður um Famicom og Nintendo NES og hefur safnað leikjum í tölvurnar í gegnum tíðina. Hann segir að stærsti munurinn á Famicom og Nintendo NES sé sá að Bandaríkjamenn vildu veglegt heimilistæki og því var útliti tölvunnar breytt. Tölvan sjálf var gerð meiri um sig og einnig voru leikjahylkin sjálf stækkuð og urðu líkari VHS myndbandsspólum. „Tölvan var gefin út á öðrum forsendum í Bandaríkjunum en í Japan. Hún gerði miklu meira í Japan. Þú gast fengið mótald í Famicom og þannig var hægt að tengjast verðbréfamarkaðnum og veðbönkum fyrir veðreiðar. Þú gast líka forritað þína eigin leiki eða smáforrit. Nintendo NES var ekki svona, heldur var hún einungis leikjatölva og seld sem slík, þó svo að hún hafi í raun verið sama tölvan,“ segir Kristinn. Hann bendir einnig á að leikjunum, sem gefnir voru út fyrir tölvuna í Bandaríkjunum, var breytt. „Það var meiri ritskoðun í Bandaríkjunum og því var ekki vel liðið ef of mikið af ofbeldi eða nekt var að finna í tölvuleikjunum, eitthvað sem Japanir kipptu sér ekki upp við.“

Nintendo var fyrsta fyrirtækið á markaðnum sem leyfði þriðja aðila að framleiða tölvuleiki fyrir leikjatölvur. Talið er að þessi ákvörðun hafi bjargað tölvuleikjaiðnaðnum í Bandaríkjunum því eftir því sem leikjatölvan varð vinsælli vaknaði eftirspurn eftir fleiri leikjum. Þetta viðskiptalíkan Nintendo átti síðan eftir að festa sig í sessi og er venja í dag. Salan á Nintendo NES gekk með eindæmum vel í hinum vestræna heimi en til marks um stöðu hennar í sögulegu samhengi var hún útnefnd besta leikjatölva allra tíma árið 2009 af hinu þekkta tæknitímariti IGN (Imagine Games Network).

Nintendo og Ísland

Gametivi_Sverrir_OlafurSegja má að hér á Íslandi hafi orðið Nintendo-æði. Í frétt sem birtist 4. janúar 1991 í Pressunni segir: „Nintendo-leikjatölvurnar virðast nú hasla sér völl á íslenskum heimilum. Hátt á þriðja þúsund slíkar voru í jólapökkum íslenskra barna og unglinga um jólin. Leikir þessir slá því ekki út sölumetið á einu einstöku tæki, fótanuddtækinu fræga, sem seldist til jólagjafa um árið, í meira en tólf þúsund eintökum.“ Þó að tölvan gæti ekki keppt við fótanuddtækið sló hún samt sem áður í gegn.

Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann sjá um sjónvarpsþáttinn Game Tíví sem fjallar um tölvur og tölvuleiki. Þeir muna báðir vel eftir því þegar Nintendo kom á markað hér á landi. „Ég átti svona Famicom tölvu, keypti hana í Rafsjá á Króknum“, segir Sverrir hlæjandi og bætir við að þeir hafi flutt inn alvöru „stöff“. Ólafur man vel eftir því þegar Hljómco seldi tölvurnar. „Ég man eftir því að maður fór þarna niður eftir og fylgdist með þessu. Þetta var líka meiri atburður að versla tölvuleiki á þessum tíma. Að fara í Hljómco og skoða eða gera eitthvað. Maður var að fara daglega í þessar verslanir og skoða eitthvað. Þetta var eins og jól alla daga,“ segir Ólafur.

Þegar Nintendo NES kom á markaðinn hér á landi hafði Famicom-tölvan fest sig í sessi sem ódýr valkostur og leikjaunnendur gátu spilað NES-leiki á Famicom með einföldu breytistykki. Gallinn var þó sá að Famicom-tölvurnar sem voru seldar hér á landi voru eftirlíkingar af upprunalegu tölvunni og kallaðar „Famiklón“, þó að rétta nafn tölvunnar hafi verið Family Game. „Hljómco sem flutti inn Nintendo NES drullaði yfir Alefli sem seldi Famiklónin. Þessar tölvur voru eiginlega alveg eins í útliti en Famiklónin voru hvít og grá,“ segir Kristinn og bendir jafnframt á að Famicom sé einhver mest svikna vara allra tíma. Nokkur stórfyrirtæki framleiddu tölvurnar án leyfa frá Nintendo, sem leiddi til þess að fyrirtækið höfðaði mál. Í greininni í Pressunni segir einnig: „Hljómco mun ekki vilja una því að fyrirtækið Alefli kaupi inn og selji á markaði hér það sem þeir telja vera eftirlíkingar af leikjatölvunni. Málaferli vegna þessa eru á döfinni víðar um heiminn. Hljómco-menn segja að eftirlíkingin svari engan veginn þeim kröfum sem gera verði til tækjanna, kerfið sé ekki nógu öflugt fyrir Nintendo-leikina.“ Þó virðist sem Hljómco-menn hafi haft rangt fyrir sér því eftirlíkingarnar voru með eindæmum góðar og í raun var ekki vandkvæðum bundið að spila upprunalega Nintendo-leiki á Famiklónum.

Áhrif tölvunnar

Skiptar skoðanir eru um hvað varð til þess að Nintendo-leikjatölvurnar urðu svona vinsælar. Voru það leikirnir sem Nintendo framleiddi eða tölvan sjálf? Kristinn telur að tölvan sem slík sé orsök vinsældanna. „Ég held að tölvan hafi bara verið góð tölva, öflug fyrir sinn tíma en hinar voru ekki svona öflugar. Ég held að enginn einn leikur hafi spilað inn í,“ segir Kristinn. Ólafur segir þó að leikirnir hafi spilað stórt hlutverk. ,,Nintendo eru snillingar í því að búa til karaktera sem allir elska og það hefur gert mikið fyrir Nintendo. Ég held að það hafi verið lykilatriði fyrir þá til að halda lífi að hafa verið með sína eigin leiki,“ segir Ólafur og bætir því við að áhrif tölvunnar séu gríðarleg. „Þeir komu af stað byltingu sem við erum ennþá að sjá lifandi í dag. Ég held að byltingin hafi byrjað þarna og hún lifir enn. Þetta hafði áhrif á hvað menn voru að gera og hvernig menn höguðu sér.”

Nintendo eru snillingar í því að búa til karaktera sem allir elska og það hefur gert mikið fyrir Nintendo. Ég held að það hafi verið lykilatriði fyrir þá til að halda lífi að hafa verið með sína eigin leiki,

Þó að leikjatölva sem slík sé gott tæki er hún aldrei ein á báti því tölvuleikirnir spila stórt hlutverk. Ef einhver einn tölvuleikur er öðrum fremur ábyrgur fyrir velgengni Nintendo NES má leiða að því líkur að Mario Bros. sé sá leikur. Hann er líklega þekktasti tölvuleikur allra tíma og persónurnar lifa góðu lífi í menningarvitund okkar. Líklegt verður að telja að Ítalinn góðkunni, Mario, hafi átt stóran þátt í því að auka vinsældir Nintendo NES. Þótt ekki þekki allir Famicom eða Nintendo NES vita flestir hver Mario er, enda hefur hann fylgt tölvuleikjum Nintendo um langt skeið og enn í dag má sjá honum bregða fyrir í leikjum framleiddum af fyrirtækinu.

Sem dæmi um það hve áhrifa tölvuleikjanna frá Nintendo gætir víða má nefna að í Washington-fylki í Bandaríkjunum er starfrækt sinfóníuhljómsveit, Washington Metropolitan Gamer Symphony Orchestra, sem leikur einungis lög úr tölvuleikjum og þá sérstaklega lög úr Nintendo-leikjum. Auk þess er eitt þekktasta tölvuleikjatónskáld sögunnar Japaninn Koji Kondo, sem á t.d. heiðurinn af stefunum í Super Mario Bros. og The Legend of Zelda.

Samkeppnin á tölvuleikjamarkaðnum hefur harðnað og margt hefur breyst í hönnun og tækni leikjatölva dagsins í dag. Vinsældir Nintendo eru ennþá miklar þó að stórir samkeppnisaðilar eins og Sony, sem framleiðir leikjatölvurnar Playstation, og Microsoft, sem framleiðir Xbox, ráði nú miklu á markaðnum. Stóru risarnir eiga Nintendo mikið að þakka enda bjargaði litla tölvan frá Japan leikjaiðnaðnum. Já, og fyrir vikið varð tölvuleikjasafn franska tölvuleikjasafnarans Andre mun verðmætara.

Þessi grein birtist upphaflega í Skástrik, 2013
Myndir: Wikimedia Commons og GameTíví á Facebook

 

Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Nintendo Direct – Upplýsingar um væntanlega leiki [MYNDBAND]

$
0
0

Á Nintendo Direct kynningunni sem lauk fyrir stuttu kynnti Nintendo fjölda nýrra leikja sem eru væntanlegir á Wii U og Nintendo 3DS. Kynningin er rétt yfir 40 mínútur, en hér má nálgast lista yfir alla þá leiki sem kynntir voru ásamt tímasetningu:

00:32 – Super Smash Bros.
02:50 – Mario Golf: World Tour
04:29 – Kirby: Triple Deluxe
06:35 – Yoshi’s New Island
09:36 – Steel Diver: Sub Wars
12:20 – Rusty’s Real Deal Baseball
15:40 – Pokémon Battle Trozei
17:17  – Professor Layton and the Azran Legacy
20:44 – Monster Hunter 4 Ultimate
21:19 – Weapon Shop de Omasse
22:39 – Inazuma Eleven
24:11 – Treasurenauts
24:33 – Moon Chronicles
24:58 – Shovel Knight
25:25 – 1001 Spikes
25:42 – Retro City Rampage
26:28 – Child of Light
27:23 – Donkey Kong Country: Tropical Freeze
29:40 – NES Remix 2
31:37 – Game Boy Advance games on the Wii U Virtual Console
32:19 – Mario Kart 8
34:52 – Monolith Soft
37:40 – Bayonetta 2

 

Nintendo Direct 13.2.14

-BÞJ


PlayStation og Nintendo þykja svöl vörumerki – en ekki Xbox

$
0
0

MMR (Markaðs og miðlarannsóknir) kynnti niðurstöður nýrrar könnunar á markaðsráðstefnunni How Cool Brands Stay HOT í Háskólabíó á föstudaginn. MMR kannaði hvaða vörumerki þykja svöl að mati íslensku aldamótakynslóðarinnar (einnig kölluð Y-kynslóðin). Vörumerkjum var skipt niður í nokkra flokka og þar kom meðal annars fram að Apple og Samsung þykja svölustu farsímavörumerkin hér á landi og mælist mjög lítill munur á milli vörumerkjanna tveggja.

Í flokknum tölvur kom fram að Apple væri svalast, þar á eftir PlayStation, Nintendo og Dell. Xbox frá Microsoft komst ekki á listann í umræddri könnun. Hér eru þau fjögur tölvuvörumerki sem Y-kynslóðinni á Íslandi þykja svölust. Prósentutalan segir til um hve hátt hlutfall þátttakennda þykir eftifarandi vörumerki svöl.

svolustu_tolvu_vorumerkin

Yfir 500 manns tóku þátt í könnuninni sem var gerð í mars 2014.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Nintendo kynnir Zelda, Mario Maker og fleiri leiki á E3 2014

$
0
0

Síðasti stóri blaðamannafundurinn á E3 í ár var frá japanska leikjafyrirtækinu Nintendo. Kynning fyrirtækisins hófst á heldur furðulegan, en skemmtilegan hátt, þar sem þeir Satoru Iwata og Reggie Fils mættust í einum svakalegasta bardaga sögu E3 (og tengist nýjasta Super Smash Bros.)!

Kynningin var ekki í beinni útsendingu líkt og hjá Microsoft, Sony, Ubisoft og EA, heldur var búið að taka allt efni upp og klippa það til fyrir kynninguna. Að bardaga loknum hófust leikjakynningarnar og ber þar helst að nefna nýjan Zelda leik, Mario Maker og Nintendo kynnti einnig til sögunnar svo kallað amiibo, sem virkar á svipaðan hátt og Skylanders, þar sem Nintendo fígúrur virka í tölvuleikjum. Til dæmis verður hægt að nota Mario fígúru sem virkar í Super Smash Bros. og Mario Kart.

Hér fyrir neðan má nálgast sýnishornin úr leikjunum frá Nintendo.

 

Yoshi’s Woolly World

 

Captain Toad: Treasure Tracker

 

The Legend of Zelda

 

Pokémon

 

Bayonetta 2

 

Hyrule Warriors

 

Kirby

 

Mario Maker

 

Splatoon

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.

 

E3 2015: Allt það helsta frá Nintendo

$
0
0

Star Fox Zero á WiiU

Star Fox Zero er loksins að lenda á WiiU tölvuna og nýtir sér snertiskjá fjarstýringuna til hins ýtrasta. Leikurinn mun koma út um næstu jól. Ein af nýungunum í leiknum er StarWalker, en þá geta spilarar breytt geimskipinu í vélmenni. Þetta var upphaflega í StaFox 2 en fyrst sá leikur kom aldrei út er mikil ánægja hjá meistara Miyamoto að þessi eiginleiki sé í StarFox Zero.

 

Skylanders Superchargers og Amiibo

Hr. Reggie talar um að umbreytingar sé þema Nintendo á E3 þetta árið, því það verður alltaf að vera eitthvað nýtt og eitthvað heillandi. Nefnir Mario sem dæmi, sem á 30 ára afmæli þetta árið. Fleiri Amiibo fígurur á leiðinni og fleiri leikir sem hægt er að nota þá.

Þá er að koma út Skylanders Superchargers, aðeins fyrir Wi iU, en þá bætast faratæki við leikinn. Einnig verður hægt að nota tvo Nintendo karaktera í leiknum, en þeir eru Donkey Kong og Bowser en þessar fígurur verður hægt að nota bæði sem Skylander og Amiibo. Leikurinn kemur út 20. september.

 

Legend of Zelda: Triforce Heroes

Legend of Zelda: Triforce Heroes fyrir 3ds vélina kemur út næsta haust. Einbeiting á fjölspilun og samspilun. Einnig eiga spilarar að safna hlutum til að búa til búninga sem hafa sérstaka krafta.

 

Hyrule Warriors Legends

Hyrule Warriors Legends er á leiðinni í 3ds vélina, en allir auka karakterar sem hægt var að kaupa á Wii U vélinni fylgja með. Leikurinn er endurhugsuð útgáfa fyrir 3ds vélina. Kemur út snemma á árinu 2016.
Skoða sýnishorn á YouTube

 

Tveir Metroid Prime

Tveir Metroid Prime koma út á næsta ári fyrir 3ds vélina, annar hefur undirtitilinn Federation Force og hinn Blast Ball. Federation Force lítur út eins og fyrstu persónu skotleikur á meðan Blast Ball er íþróttaleikur.

 

Yoshi’s Woolly World

Garn Yoshi er mættur til leiks í Yoshi’s Woolly World. Hægt er að notast við Amiibo í leiknum leikinn en þá breytast þeir í garn fígúrur. Leikurinn er fyrir Wii U vélina og mun koma út 16. október á þessu ári.

 

Mario & Luigi: Paper Jam

Tveir ólíkir, en samt frekar svipaðir, heimar mætast í leiknum Mario & Luigi: Paper Jam fyrir 3ds vélina. En þar hittast hinu hefðbundnu Mario karakterar og Paper Mario útgáfurnar af þeim. Leikurinn kemur út sumarið 2016.
Skoða sýnishorn á YouTube

 

Mario Tennis

Nýr Mario Tennis leikur mun koma út um næstu jól, en sá leikur hefur undirtitilinn Ultra Smash og kemur aðeins út á Wii U.
Skoða sýnishorn á YouTube

 

Super Mario Maker

Super Mario Maker er verkfæri sem var búinn til í þeim tilgangi að auðvelda vinnuna við að búa til borð í Mario leikjum. Það tókst hins vegar það vel að ákveðið var að breyta þessu verkfæri í leik og kemur í september næstkomandi og er aðeins fyrir Wii U.

 

Höfundur er
Helgi Freyr Hafþórsson

E3 2015: Allt það helsta frá E3 tölvuleikjahátíðinni

$
0
0

E3 tölvuleikjasýningunni lauk í dag og höfum við á Nörd Norðursins staðið vaktina og fylgst með því helsta sem hefur verið að gerast. Stóru leikjafyrirtækin heldur kynningarfundi fyrir E3 þar sem þau kynntu hvað er framundan í leikjaheiminum. Bethesda, Sony og Microsoft voru með ansi öflugar kynningar með nokkrar stórar fréttir. Mesta púðrið hjá Bethesda fór í að kynna Fallout 4 sem er væntanlegur 10. nóvember á þessu ári. Þeir kynntu einnig sérstaka safnaraútgáfu með Pip-Boy í raunverulegri stærð sem virkar með svipuðum hætti og í leiknum með aðstoð snjallsíma. Gripurinn var fljótur að seljast upp í forpöntun og er uppseldur eins og staðan er í dag. Fyrirtækið kynnti einnig nýjan Doom leik sem lítur skuggalega vel út.

Tengt efni: Allt það helst frá E3 kynningarfundi Bethesda

E3_VAULT111

Þær gleðifréttir bárust frá kynningarfundi Sony að farið væri að vinna í Final Fantasy 7 endurgerð, en upprunalega útgáfa leiksins er einnig væntanleg á PS4 í vetur. Enginn útgáfudagur er kominn á endurgerðina en hún mun koma fyrst út á PS4 (og svo væntanlega fleiri gerðir tölva). Leikirnir The Last Guardian og Shenmue III eru einnig á vinnslustigi og væntanlegir á PS4. Guerrilla Games (Killzone leikirnir) kynntu nýjan leik á Sony kynningunni sem ber heitið Horizon: Zero Dawn. Í leiknum mætir tækniöld fornöld á ansi áhugaverðan hátt. Einnig var stuttlega talað um Project Morpheus, VR-gleraugun fyrir PS4, og eru tveir VR leikir frá íslenskum fyrirtækjum væntanlegir á PS4; EVE: Valkyrie frá CCP og Godling frá Sólfar Studios.

Tengt efni: Allt það helst frá E3 kynningarfundi Sony

E3_HORIZON

Microsoft sýndi demó úr hvernig Minecraft virkar með HoloLens græjunni sem fyrirtækið er að þróa. HoloLens er einskonar samblanda af Google Glass og hefðbundnum VR-gleraugum, en með þeim geturu séð raunheima og sýndarheima mætast. Demóið var mjög flott og verður áhugavert að fylgjast með hvernig VR tæknin mun þróast á komandi árum. Microsoft tilkynnti svo að Xbox One eigi eftir að styðja gamla Xbox 360 leiki, mörgum til mikillar gleði. Á kynningunni voru leikirnir Halo 5, Recore, Dishonored 2 og Forza 6 kynntir til sögunnar með sýnishornum.

Tengt efni: Allt það helst frá E3 kynningarfundi Microsoft

E3_HOLOLENS

Tölvuleikjarisinn EA kynnti nokkra áhugaverða leiki sem eru væntanlegir frá fyrirtækinu. Sigurlína Ingvarsdóttir, framleiðandi hjá DICE, mætti á sviðið og kynnti Star Wars Battlefront sem lítur rosalega vel út. Sýnd voru sýnishorn úr nokkrum öðrum leikjum, má þar nefna Mirror’s Edge, Unravel, Mass Effect: Andromeda og Need for Speed.

Tengt efni: Allt það helst frá E3 kynningarfundi EA

E3_SWBattlefront

Ubisoft byrjaði á því að kynna nýjan South Park leik; South Park: The Fractured but Whole. Fyrri leikurinn, The Stick of Truth, náði miklum vinsældum en í þessum nýjasta leik fara Cartman og félagar í ofurhetjubúningana. Fyrirtækið kynnti einnig nýjan leik sem heitir For Honor en þar geta spilarar slegist saman gegn öðrum spilurum sem samúræjar, víkingar eða riddarar. Ný sýnishorn voru sýnd úr Ghost Recon Wildlands, Assassin’s Creed Syndicate, The Division, Rainbow Six Siege og fleiri leikjum.

Tengt efni: Allt það helst frá E3 kynningarfundi Ubisoft

E3_SoutPark

Kynningarfundir Square Enix og Nintendo ráku lestina með lítið af stórum fréttum. Endurgerð Final Fantasy 7 hafði áður verið tilkynnt á kynningarfundi Sony og sýndi Square Enix sömu kítlu og Sony. Áhugaverðustu titlarnir hjá Square Enix voru Just Cause 3, Kingdom Hearts 3, Tomb Raider, Deus Ex og Hitman – að undanskildum FF7.

Tengt efni: Allt það helst frá E3 kynningarfundi Square Enix

E3_FF7

Það var furðu hljótt á Nintendo kynningarfundinum og fáar stórar fréttir. Fyrirtækið kynnti meðal annars Star Fox Zero á Wii U leikjatölvuna, ofurkrúttlega leikinn Yoshi’s Woolly World og Super Mario Maker sem gerir spilurum mögulegt að búa til Mario Bros. Það mátti skynja á umræðunni í íslenska hópnum Nintendo á Íslandi á Facebook að íslenskir Nintendo spilarar hafi ekki verið neitt mjög sáttir með kynninguna í ár.

Tengt efni: Allt það helst frá E3 kynningarfundi Nintendo

E3_Yoshi

Á heildina litið fengum við nóg af áhugaverðum fréttum og augljóslega margt spennandi að farað gerast í leikjaheiminum á komandi mánuðum. Gaman vara að sjá Íslendinga áberandi á kynningarfundunum, Sigurlínu hjá DICE og leikina frá CCP og Sólfar Studios. VR var nokkuð áberandi á hátíðinni og nokkuð öruggt að leikjaheimurinn eigi eftir að þróast og þroskast í náinni framtíð með möguleikum VR gleraugna.

E3 2016 verður haldið eftir 361 daga, nánar tiltekið 14.-16. júní á næsta ári.

Yfir og út.

 

Höfundur er
Bjarki Þór Jónsson

 

Leikjarýni: Super Mario Maker –„strigi fyrir skapandi spilara“

$
0
0
Super Mario Maker er eins konar hönnunarleikur þar sem spilarinn eyðir oftar en ekki mun meiri tíma í að búa til borð fyrir klassísku Mario leikina frá Nintendo heldur en að spila sjálf borðin. Leikurinn er ekki nýr heldur kom út fyrir u.þ.b. hálfu ári á Wii U leikjatölvuna og ætlum við meðal annars að [&hellip

Nintendo NX kemur út í mars 2017

$
0
0
Nintendo sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem fram kemur að Nintendo NX leikjatölvan kemur út í mars á næsta ári. Yfirlýsingin er stutt en í henni stendur einfaldlega: „Nintendo’s next video game system, code-named NX, arrives March 2017!“ eða „Næsta leikjatölvan frá Nintendo, með verkefnaheitið NX, lendir í mars 2017!“ [&hellip

Tölvunördasafnið: Nintendo GameCube skoðuð

$
0
0
Í nýjasta myndbandinu frá Tölvunördasafninu opnar Yngvi upprunalegan kassa utan af Nintendo GameCube og sýnir okkur hvað fylgdi með þessari klassísku leikjavél. Yngvi fer einnig yfir vélbúnaðinn og annað innihald kassans á fróðlegan og skemmtilegan máta, og sýnir okkur stutt skot úr The Legend of Zelda safninu sem fylgdi með þessari tilteknu tölvu. Horfðu á [&hellip

RetroUSB kynnir nýjan og glæsilegan NES klón

$
0
0
RetroUSB er þekkt fyrirtæki meðal Retro tölvunörda fyrir bæði framleiðslu á leikjum og margskonar íhlutum fyrir gamlar leikjatölvur. Fyrir stuttu kynnti fyrirtækið að þeir munu gefa út nýja NES klóntölvu sem gengur undir heitinu AVS. AVS mun ekki notast við hermitækni (emulation) eða lélegar NOAC lausnir eins og flestir klónar samtímans, heldur er hún samsett úr svipuðum [&hellip

Nintendo Classic Mini leikjatölva með 30 innbyggðum leikjum væntanleg

$
0
0
Nintendo tilkynnti útgáfu Nintendo Classic Mini leikjatölvunnar fyrir fjórum dögum. Nintendo Classic Mini er smávaxin útgáfa af klassísku NES leikjatölvunni sem naut mikilla vinsælda á níunda áratuginum. Nintendo Classic Mini inniheldur 30 innbyggða leiki, þar á meðal Super Mario Bros., Zelda, Castlevania og PAC-MAN. Tölvan er mjög lítil eins og sést á myndinni hér fyrir ofan [&hellip

Maðurinn á bak við Pokémon Go

$
0
0
Það er lítið annað talað um þessa dagana en Pokémon Go og ekki bara innan leikjaheimsins heldur alls staðar. Það líður varla sá dagur að maður heyrir ekki 10 mismunandi sögur af Pokémon Go og maður tekur eftir fólki út um allt að spila leikinn. Tímasetningin er frábær (þrátt fyrir örðugleika að komast inn fyrstu dagana), [&hellip

Nintendo Switch á Íslandi: Útgáfudagur og verðmiði

$
0
0
Nintendo Switch, nýja leikjatölvan frá Nintendo, er væntanleg í verslanir erlendis föstudaginn 3. mars 2017. Ormsson, sem er umboðsaðili Nintendo á Íslandi, staðfesti við Nörd Norðursins að leikjatölvan muni einnig koma í verslanir á Íslandi sama dag, Nintendo áhugamönnum til mikillar gleði. Nintendo Switch býður upp á áhugaverða mögulega þegar kemur að spilun en hægt [&hellip

Væntanlegir leikir á Nintendo 3DS

$
0
0
Nintendo héldu hina reglulegu Nintendo Direct kynningu þann 12. apríl síðastliðinn þar sem þeir kynntu hvað væri á döfinni hjá fyrirtækinu. Að þessu sinni byrjaði kynningin á Nintendo 3DS lófatölvunni og leikjum sem eru væntanlegir fyrir hana. Það er greinilegt að þeir séu að senda skýr skilaboð um að tölvan verði áfram full af fjöri líkt [&hellip
Viewing all 75 articles
Browse latest View live